Hér er ótrúlega einföld leið til að sauma sem beisik oversized bol!
Ég kaus að gera minn úr viskós og mesh
Byrjaðu á því að sníða þér kassa, ég skipti mínum í tvennt því ég vildi hafa fifty-fifty.
Þú hefur kassann jafn breiðan og þú vilt hafa bolinn.
(keep in mind; því breiðari sem kassinn er því styttri verða ermarnar)
Svo klippir þú út tvo kassa sem verða ermar; mínir voru 25 cm á breidd og ca. 30 cm á lengd.
Skref 2 er að klippa hálsmál, fínt er að leggja bara bol ofan á og klippa eftir.
Skref 3 er að klippa smá skáhalla á öxl, frá hálsmáli.
Skref 4 er að klippa hak þar sem ermagatið endar; þe. Deilir breidd ermarinna í tvenn og mælir niður frá öxlinni, í mínu tilfell 25\2=12,5
Hér eru svo myndir sem ég teiknaði upp til að útskýra saumaskapinn:
góða skemmtun
-t