Wednesday, March 13, 2013

DIY-beisik bolur

Hér er ótrúlega einföld leið til að sauma sem beisik oversized bol!
Ég kaus að gera minn úr viskós og mesh

Byrjaðu á því að sníða þér kassa, ég skipti mínum í tvennt því ég vildi hafa fifty-fifty.
Þú hefur kassann jafn breiðan og þú vilt hafa bolinn.
(keep in mind; því breiðari sem kassinn er því styttri verða ermarnar)
Svo klippir þú út tvo kassa sem verða ermar; mínir voru 25 cm á breidd og ca. 30 cm á lengd.
Skref 2 er að klippa hálsmál, fínt er að leggja bara bol ofan á og klippa eftir.
Skref 3 er að klippa smá skáhalla á öxl, frá hálsmáli.
Skref 4 er að klippa hak þar sem ermagatið endar; þe. Deilir breidd ermarinna í tvenn og mælir niður frá öxlinni, í mínu tilfell 25\2=12,5

Hér eru svo myndir sem ég teiknaði upp til að útskýra saumaskapinn:






góða skemmtun
-t



Friday, March 1, 2013

svart

nokkrar myndir, svona til að starta þessum frábæra föstudegi!







-t

Thursday, February 28, 2013

DIY- chanel sunglasses

Uppáhaldið mitt;elsku A pair & a spare var að
pósta þessu ótrúlega flotta Chanel inspired diy-i !








góða skemmtun
-t

Tuesday, February 26, 2013

DIY- hárskraut/keðja

Ég bjó til hárskraut/keðju ( veit ekki alveg hvað á að kalla þetta)
Það er mjög einfalt og ætti í raun hver sem er að geta rumpað einni svona af.
Þú þarft;
keðju, hringa til að festa keðjur saman og festingu.
Ég kaus að vera með auka skraut á minni að það þarf ekkert endilega, 
en það er auðvelt að þróa það á eiginn hátt. 
( t.d. sniðugt að nota skraut af hálsmeni/eyrnalokk etc. sem er ekki í notkun lengur)



Byrjaðu á að setja keðjuna á hausinn til að finna lengdina, þú þarft að mæla frá enni-þvert yfir haus að hnakka og svo frá enni-beint yfir eyru og að hnakka.
Svo klippiru lengdirnar út en það er fínt að hafa keðjuna sem fer hjá eyrum í heilu lagi (þ.e. að hún nái allan hringinn í kring um hausin) 
Svo er bara að festa saman, ég setti svo festinguna að aftan.




voila
góða skemmtun
-t

Thursday, November 29, 2012

DIY-ear cuffs

Vá er ekki búin að ná að blogga svooo lengi.. 
Bilað að gera í skólanum - en hann er að klárast(jeij)

Mér finnst svona ear cuffs svo fallegt skart og getur gert svo mikið þó það sé svo látlaust-
Uppáhalds-diy-síðan mín Boat People pósta þessu skemmtilega myndbandi og eg held ég verði bara að láta reyna á þeirra útfærslu-hún er svo látlaus og fín


Hér er svo linkur á síðuna hjá þeim - Boat people

góða skemmtun 
-t

Thursday, November 8, 2012

DIY-prada

Fann svo auðvelda leið til að gera Prada inspired skó!

Þessir eru Prada FW12



Hér er svo mjög auðveld leið frá elsku PS. I Made This

góða skemmtun
-t

Thursday, October 25, 2012

DIY-kragahálsmen

Gerði þetta "kraga"hálsmen ..
Það er einfalt!! 

Þú þarft keðjur, festingu, og 3 stóra hringa til að festa saman!! 



Þú þarft að klippa niður keðjurnar mislangar (lengstu keðjurnar verða neðst og stystu verða efst) 
Svo er bara að festa saman :-)

góða skemmtun
-t

DIY-pils

Bjó mér til ótrúlega einfalt pils í dag!! 
Það verður eflaust mikið notað við prjónapeysu og boots í vetur.
Ég er rosalega hrifin af prjónapeysu,pilsa og boots combó-inu!

Ég tók myndir af öllum skrefunum svo það ætti nú ekki að vera neinn vandi að apa eftir þessu :-)









giðóða skemmtun
-t

Monday, October 22, 2012

DIY-beanie húfa

Þessi er ofboðslega einföld!! 

Það sem þú þarft;
Blað, reglustiku, skæri, gamla peysu og saumavél !! 













1. Gefðu þér strik neðst á blaðinu, ég var með 30 cm en komst að því eftir að ég saumaði að það var of langt , notið sirka 25 cm 
2. Gefðu þér strik upp frá miðju lárétta striksins (28-30 cm upp) 
3. Finndu eitthvað ávallt til að nota sem skapalón og mótaðu helming húfunnar- svo brítirðu í miðjunni og klippir út!!
4. Leggðu sniðið neðst á peysuna til að hafa faldinn og klipptu út
5. Settu röngur út og títuprjónaðu saman
6. Svo er bara einn saumur alla leið - en svo er gott að fara yfir brúnirnar með sikksakki

góða skemmtun!
-t

proenza schouler - photo prints

Ég alveg kolféll fyrir photo printunum hjá Proenza Schouler !! 

Ég ætla bara að leyfa myndunum að tala sínu máli.









Langar ofboðslega í einn svona kjól fyrir næsta sumar

-t